Reglur um viðbúnað og viðbrögð við jarðskálftavá vegna losunar á vökva í jörðu um borholur
Setning reglnanna hefur þrjú meginmarkmið. Í fyrsta lagi að nýtingaraðilar jarðhita sem hyggjast losa vökva aftur djúpt í jörðu um borholur leggi mat á jarðskjálftahættu vegna losunar á vökva í jörðu áður en ráðist er í framkvæmdir, í öðru lagi að í því ferli hugi þeir að því hvernig best sé að draga úr líkum á aukningu á jarðskjálftavirkni vegna losunarinnar og í þriðja lagi að þeir komi sér upp viðbragðsáætlun sem hægt verði að grípa til ef jarðskjálftar verða við eða vegna losunarinnar.
Í því skyni að skýra nánar einstök efnisatriði í reglunum og gefa dæmi um atriði sem rekstraraðilar jarðhitanýtingar geta haft í huga við undirbúning og framkvæmd losunar vökva í jörðu um borholur hefur Orkustofnun jafnframt unnið leiðbeiningar fyrir reglurnar.
- Reglur Orkustofnunar um viðbúnað og viðbrögð við jarðskjálftavá vegna losunar á vökva í jörðu um borholur, nr. OS-2016-R01-01
- Leiðbeiningar um reglur OS-2016-R01-01
Sjá nánar fjallað um losun á vökva í jörðu hér .