Orkuspárnefnd
Orkuspárnefnd var síðast skipuð árið 2019 og í henni eiga sæti eftirtaldir fulltrúar:
Orkumálastjóri er formaður orkuspárnefndar. Hann skipar faghópa sem starfa hver á sínu fagsviði, þ.e. raforkuhóp, jarðvarmahóp og eldsneytishóp. Formenn faghópa, sem hér með hafa einnig verið skipaðir, eiga einnig sæti í nefndinni.
Orkumálastjóri og formaður viðkomandi faghóps munu bjóða hlutaðeigandi hagsmunaaðilum að tilnefna fulltrúa í faghópana.
Hafa eftirtalin verið tilnefnd í
orkuspárnefnd:
- Guðni A. Jóhannesson, Orkustofnun, skipaður formaður orkuspárnefndar
- Björn Rúnar Guðmundsson, Hagstofa Íslands, tilnefndur af Hagstofustjóra
- Jón Ásgeir H. Þorvaldsson, Orkustofnun, formaður eldsneytishóps
- Jónas Ketilsson, Orkustofnun, formaður jarðvarmahóps
- Rán Jónsdóttir, Orkustofnun, raforkuhópur
- Sverrir Jan Norðfjörð, Landsnet, formaður raforkuhóps, til nefndur af forstjóra Landsnets.