Orkuspárnefnd

Orkuspárnefnd var síðast skipuð árið 2013 og í henni eiga sæti eftirtaldir fulltrúar:

Orkumálastjóri er formaður orkuspárnefndar. Hann mun skipa faghópa sem starfa hver á sínu fagsviði, þ.e. raforkuhóp, jarðvarmahóp og eldsneytishóp. Formenn faghópa, sem hér með hafa einnig verið skipaðir, eiga einnig sæti í nefndinni.
Orkumálastjóri og formaður viðkomandi faghóps munu bjóða hlutaðeigandi hagsmunaaðilum að tilnefna fulltrúa í faghópana.

Hafa eftirtalin verið skipuð í orkuspárnefnd:

Ágústa S. Loftsdóttir, Orkustofnun, jafnframt skipuð formaður eldsneytishóps

Björn Rúnar Guðmundsson, Hagstofa Íslands, tilnefndur af Hagstofustjóra

Guðni A. Jóhannesson, Orkustofnun, skipaður formaður orkuspárnefndar

Jónas Ketilsson, Orkustofnun, jafnframt skipaður formaður jarðvarmahóps

Magnús S. Magnússon, Hagstofa Íslands, tilnefndur af Hagstofustjóra

Sverrir Jan Norðfjörð, Landsnet, jafnframt skipaður formaður raforkuhóps, tilnefndur af forstjóra Landsnets

Örn Ingvarsson,  Þjóðskrá Íslands,  tilnefndur af forstjóra Þjóðskrár Íslands

Starfsmaður nefndarinnar og ritari er Jón Vilhjálmsson.