Starfshættir eldsneytishóps
Orkuspárnefnd hefur skilgreint markmið með starfi eldsneytishóps sem hópurinn vinnur eftir:
-
Útbúa eldsneytisspá byggða á gögnum um eldsneytisnotkun og upplýsingum um hagræna þætti sem Orkuspárnefnd skilgreinir. Spárnar skulu útbúnar eigi sjaldnar en á 5-7 ára fresti og þá farið ítarlega yfir allar forsendur og útbúin ítarleg skýrsla.
- Safna árlega saman og setja inn í gagnagrunn Orkuspárnefndar rauntölur um:
- Eldsneytissölu olíufélaga eftir notkunarflokkum sem skal liggja fyrir í lok apríl.
- Notkun fyrirtækja á Íslandi á eldsneyti sem þau flytja sjálf inn til landsins svo sem kolanotkun stóriðjufyrirtækja og sementsverksmiðjunnar.
- Eldsneytiskaup íslenskra skipa- og flugfélaga erlendis.
Tímasetningar miða við að gögn liggi fyrir tímalega en ef svo er ekki getur úrvinnslu seinkað. -
Bera saman rauntölur síðasta árs við spár og skal slíkt liggja fyrir í byrjun maí.
-
Láta Orkuspárnefnd vita ef nýjar tölur benda til þess að nýjasta eldsneytisspá muni ekki standast nógu vel til að hægt sé að meta hvort þörf sé á að gera breytingar á spánni til að lagfæra hana.
-
Birta allar niðurstöður hópsins á heimasíðu nefndarinnar ásamt gögnum í samræmi við verklag hópsins varðandi birtingu gagna.
Hugsanleg breyting væri að endurreikna spána árlega út frá nýjum rauntölum eins og gert hefur verið varðandi raforkuspá.