Orkusjóður

Hlutverk Orkusjóðs er að stuðla að hagkvæmri nýtingu orkuauðlinda landsins með styrkjum eða lánum, einkum til aðgerða er miða að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og auka nýtingu á innlendum endurnýjanlegum orkugjöfum.

Orkusjóður styður jafnframt við verkefni sem stuðla að orkuöryggi og samkeppnishæfni á sviði orkumála og orkutengd verkefni á grundvelli orkustefnu, nýsköpunarstefnu, byggðastefnu og stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum.

Ríkið ber ábyrgð á skuldbindingum sjóðsins og heyrir hann stjórnarfarslega undir ráðherra.

Orkustofnun annast daglega umsýslu Orkusjóðs undir yfirstjórn stjórnar sjóðsins.

Sjá nánar lög um Orkusjóð nr. 76/2020

Umsýsla Orkusjóðs er í höndum Ragnars K. Ásmundssonar á Akureyrarsetri Orkustofnunar, sem veitir nánari upplýsingar.

Orkusjóður Akureyrarsetur Orkustofnunar
Rangárvöllum
603 Akureyri
sími: 569 6083 / 693 9172
netfang: rka@os.is