Orkuráð

Orkuráð starfar samkvæmt lögum um Orkustofnun nr. 87/2003 og reglugerð um Orkusjóð nr. 514/2003.

Samkvæmt 6. gr. laganna skal starfa hjá stofnuninni sérstakt orkuráð sem gerir tillögur til ráðherra um lánveitingar og greiðslur úr Orkusjóði. Orkuráð skal einnig veita ráðgjöf við framkvæmd verkefna skv. 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. laganna. Ráðherra skipar fimm menn í orkuráð til fjögurra ára í senn.

Þann 25. ágúst 2011 skipaði iðnaðarráðherra í Orkuráð fyrir árabilið 2011 - 2015 og eru nefndarmenn þessir:

Mörður Árnason, fyrrv. alþingismaður, formaður,
Bryndís Brandsdóttir, jarðfræðingur,
Drífa Hjartardóttir, bóndi,
Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri,
Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir,