Orkutölur

gjastykki

Orkustofnun safnar gögnum um ýmsa þætti orkumála, svo sem um vinnslu, innflutning, notkun og verð á orku og um vissa þætti í rekstri orkumannvirkja. Auk þess eru varðveittar á stofnuninni ýmsar aðrar upplýsingar tengdar orkubúskap þjóðarinnar.

Mikilvægur þáttur í starfsemi Orkustofnunar er að miðla þessum gögnum og á þessum hluta vefs stofnunarinnar eru birtar ýmsar tölulegar upplýsingar sem stofnunin safnar svo sem um frumorkunotkun, raforkuvinnslu, jarðhitanýtingu, gaslosun og fleira.

Orkustofnun gefur árlega út bæklinginn Orkutölur, en bæklingurinn hefur verið gefinn út síðan 2004. Önnur gagnleg heimild er ritið Orkumál sem hóf göngu sína árið 1959. Ýmis gögn sem birt eru í bæklingnum og Orkumálum má nálgast á þessari undirsíðu stofnunarinnar um Orkutölur.