Leyfisveitingar

Virkjun

Orkustofnun fer með leyfisveitingarvald samkvæmt ákvæðum laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, nr. 57/1998, raforkulaga, nr. 65/2003, og laga um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, nr. 73/1990 . Þá fer Orkustofnun einnig með leyfisveitingarvald samkvæmt ákvæðum laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, nr. 13/2001.

Ákvarðanir Orkustofnunar er lúta að veitingu, endurskoðun og afturköllun leyfa samkvæmt lögum þessum sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Stjórnvaldsákvarðanir Orkustofnunar sem ekki má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sæta kæru til ráðherra.

Leiðbeiningar tengdar umsóknum um leyfi s.s. rannsóknar-, nýtingar eða virkjunarleyfi er að finna í undirflokkum hér til hliðar.