Störf í boði


Vilt þú hafa áhrif á orkuskipti, loftslagsmál og mótun framtíðarumgjörðar orkumála?Orkustofnun auglýsir ný störf sem munu gegna lykilhlutverki í mótun umgjörðar orkumála í takt við kröfur samtímans þar sem áhersla er lögð á orkuskipti, nýsköpun og loftslagsmál. Orkustofnun starfar í þágu samfélagsins og í takt við orkustefnu Íslands. Hlutverk hennar er að skapa skýra umgjörð um orkumál, stuðla að nýsköpun og upplýstri umræðu og að veita stjórnvöldum faglega ráðgjöf í þágu almannaheilla.

Stefna Orkustofnunar er að byggja upp þekkingu á fagsviðum stofnunarinnar svo sem á sviðum orkuvinnslu, orkunýtingar og loftslagsmála, stunda skilvirka og gagnsæja stjórnsýslu, sem og sjálfstætt vandað eftirlit. Orkustofnun leggur áherslu á að vera framsýn, traust og skilvirk stofnun.


Samskiptastjóri stafrænnar miðlunar 

Hlutverk samskiptastjóra stafrænnar miðlunar er að tryggja sýnileika, trúverðugleika og upplýsingamiðlun Orkustofnunar á stafrænum miðlum, gagnvart fjölmiðlum og öðrum hagaðilum, sem og að tryggja markvisst innra upplýsingaflæði.


Sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar
Hlutverk sviðsstjóra loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar er að móta og leiða til árangurs nýtt svið sem stuðlar að því að Ísland nái markmiðum um kolefnishlutleysi árið 2040 og olíuleysi árið 2050.


Sviðsstjóri sjálfbærrar auðlindanýtingar
Hlutverk sviðsstjóra sjálfbærrar auðlindanýtingar er að skapa skýra umgjörð fyrir stjórnsýslu leyfisveitinga vegna nýtingar á auðlindum Íslands.


Umsókn skal fylgja ferilskrá og stutt bréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir áhuga og hæfni í starfi út frá hæfnikröfum auglýsingar.

Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis við viðkomandi stéttarfélag. Öll störfin heyra undir orkumálastjóra, um er að ræða fullt starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík, nema um annað sé samið. Nánari upplýsingar um störfin veitir Inga Björg Hjaltadóttir hjá Attentus, inga@attentus.is. Umsóknum skal skilað í gegnum 50skills. Umsóknafrestur er til og með 1. desember 2021.

Umsóknir eru gildar í sex mánuði frá birtingu þessar auglýsingar innan stofnunarinnar og umsóknir gilda í öll störf þessarar auglýsingar. Orkustofnun stefnir að því að halda jöfnu kynjahlutfalli í starfsliði sínu. Öllum umsóknum verður svarað eftir að ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir eru gildar vegna starfa hjá stofnuninni í 6 mánuði frá birtingu þessarar auglýsingar.