Kortavefsjá 1:25 000

(Lokað í nóvember 2019)

Í Orkuvefsjá voru birtar gagnaþekjur sem sýna reitaskiptingu allra þeirra korta sem Orkustofnun hefur staðið að vinnslu og útgáfu á. Teljast þau annars vegar til Orkugrunnkorta og hins vegar til Jarðkönnunarkorta. Kortagerð OS í mælikvarða 1:25 000 á tímabilinu 1986-2000 sem fellur innan þessara tveggja flokka, var jafnframt hluti af stærra samhengi í kortagerð Landmælinga Íslands, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins / Náttúrufræðistofnunar, Landsvirkjunar og Orkustofnunar í anda samhæfingar kortavinnslu í áðurnefndum mælikvarða.

Þar sem blaðskipting kortaflokksins var til á OS þótti áhugavert að reyna að ná utan um öll kort flokksins í þessum mælikvarða, en það hafði aldrei verið gert áður. Fengið var leyfi til notkunar hugbúnaðar frá Gagarín og fengnar skannanir af staðfræðikortum frá Landmælingum Íslands og gróðurkortum frá Náttúrufræðistofnun. Í framhaldinu var sett upp á innra kerfi OS tilraunaverkefni um kortavefsjá sem nýtti sama vefsjárhugbúnað og hinar tvær kortasjár OS. Enginn utanaðkomandi kostnaður féll á verkið sem vannst á stuttum tíma af starfsmönnum OS. Afraksturinn var Kortavefsjá 1:25 000, hugsuð sem tilraunaverkefni til að sýna afrakstur samstarfs á sviði kortagerðar milli OS og annarra stofnana í þessu samhengi, en jafnframt gaf verkefnið möguleika til að vekja athygli á mikilvægi framsetningar upplýsinga um ólíkar kortategundir (útgefið / óútgefið) í sömu kortasjánni. Þessi ólíku form gagna falla undir mismunandi lög hvað varðar varðveislu og skráningu, en aðeins útgefin kort eru skráð miðlægt hjá Landsbókasafni (án staðsetningarhnita).

Þegar tilraunaverkefnið hafði verið aðgengilegt á innra kerfi OS í hálft annað ár, komu fram óskir um að opna aðgengi að því út á netið, sem var gert á fyrrihluta árs 2016. Þar sem allar upplýsingar um kort Orkustofnunar voru birtar í Orkuvefsjá (nú í kortasjá OS) er sú birting hin opinbera miðlun upplýsinga um kortaflokka OS. Tilraunavefsjáin gaf hins vegar til kynna að ýmis tækifæri gætu falist í samstarfi margra stofnana á þessu sviði varðandi kortaflokka í fleiri mælikvörðum og í mögulegri þróun samfélagslegra verkefna um birtingar upplýsinga um kort í kortasjám með aðkomu lykilsafna landsins (Landsbókasafns og Þjóðskjalasafns), en varðveislu- og skráningarmál falla undir þau samkvæmt lögum. 

Orkustofnun hefur látið setja upp sérstaka kortasjá fyrir kortasafn stofnunarinnar og má þar sjá upplýsingar um öll kort sem Orkustofnun hefur staðið að  Orkustofnun - Kortasafn .     

Landshlutakort 1:25000

Skjámyndir af Kortavefsjá 1:25 000