Eldri kortasjár OS

Gagnavefsjá

(Lokað í desember 2011)

gagnavefsja_skjamynd Gagnavefsjá birti upplýsingar um valið efni úr gagnagrunni Orkustofnunar (OS), en OS (áður Raforkumálaskrifstofan) hefur safnað gögnum um orkulindir landsins í meira en hálfa öld. Vefsjáin, sem var bæði á íslensku og ensku, var opnuð á Netinu í mars árið 2004 og voru aðilar að verkefninu: orkumálasvið OS, Vatnamælingar OS og Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR), sem höfðu árið áður verið formlega skildar frá OS, en síðar bættust við gögn frá Umhverfisstofnun. Vatnamælingar sem nú eru hluti Veðurstofu Íslands og Umhverfisstofnun hættu að uppfæra  gögn til birtingar í Gagnavefsjá og fóru að nýta Náttúrvefsjá í þeim tilgangi. Gagnavefsjá hefur nú vikið fyrir Orkuvefsjá OS, en þar munu eingöngu birtast gögn sem eru á ábyrgðarsviði OS samkvæmt núgildandi lögum.
Nánar

Náttúruvefsjá

(Lokað í desember 2011)

natturuvefsja_skjamyndNáttúruvefsjá var samstarfsverkefni nokkurra stofnana þar sem markmiðið var að veita aðgang að upplýsingum úr landfræðilegum gagnasöfnum um náttúru Íslands. Vefsjáin birtist fyrst á Netinu í október 2008 og þar voru margbreytileg gögn frá ólíkum aðilum um eðli íslenskrar náttúru á landi, sjó og vatni gerð aðgengileg innan sömu vefsjárinnar. Undirbúningsverkefni fyrir Náttúruvefsjá var styrkt af Rannís, en kostnaður við vinnslu verkefnisins var greiddur til helminga af verkefnisstjórn um íslenska upplýsingasamfélagið og Orkustofnun, auk framlags hugbúnaðarfyrirtækisins Gagarín sem þróaði hugbúnaðinn. Forræði og ábyrgð á Náttúruvefsjá var hjá Vatnamælingum Orkustofnunar og fylgdi verkefnið yfir til Veðurstofu Íslands í ársbyrjun 2009.
Nánar