Kortasjár

Í kortasjám Orkustofnunar er veitt aðgengi að upplýsingum um staðtengd gögn sem stofnunin vinnur og varðveitir. Tveimur eldri kortasjám, Gagnavefsjá og Náttúruvefsjá  var lokað í desember 2011, en þær voru upphaflega unnar innan  Orkustofnunar í samstarfi við aðrar stofnanir hér á landi. Stefnt er að lokun þriggja annarra eldri kortasjáa stofnunarinnar á árinu 2019, en þær eru:   OrkuvefsjáLandgrunnsvefsjá og Kortavefsjá 1:25000.

Kortasjá OS

Kortasjá Orkustofnunar var opnuð á netinu í desember 2016. Henni er annars vegar ætlað er að birta uppfærðar upplýsingar um landræn gögn sem sýnd hafa verið í Orkuvefsjá og hins vegar um ýmis ný landupplýsingagögn. Kortasjáin byggir á notkun hugbúnaðar frá Loftmyndum ehf. þar sem ein af þremur undirliggjandi grunnmyndum er nákvæm loftmynd af öllu landinu eins og þekkt er í map.is og tugum verkefna sem byggja á sömu veflausn.
Nánar

Landgrunnsvefsjá

landgrunnsvefsja_skjamynd

Landgrunnsvefsjá veitir aðgang að upplýsingum um gögn sem tengjast landgrunni Íslands, en fyrst um sinn er þar einkum efni frá Drekasvæðinu er varðar útboð á sérleyfum til rannsókna og vinnslu á hafsbotni. Sýnd eru reitakerfi fyrir útboðssvæði, yfirlit yfir hafsbotnsgögn og margvíslegar upplýsingar um gögn úr leiðöngrum. Kortasjánni er meðal annars ætlað að auðvelda þeim sem vilja fá upplýsingar um leyfissvæði að finna hvaða gögn eru til, af hvaða svæðum, hver aflaði þeirra og hvernig, hvenær gagnaöflunin fór fram og hvar er mögulegt að fá aðgang að gögnunum. Kortasjáin var opnuð í ársbyrjun 2009 og er efni hennar birt bæði á íslensku og ensku. Stefnt er að lokun Landgrunnsvefsjár á árinu 2019 og um leið verður ný Landgrunnssjá opnuð í hennar stað.
Nánar