Jarðhitaskólinn

Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna er rekinn á Orkustofnun samkvæmt sérstökum samningi við Háskóla Sameinuðu þjóðana.

Mynd af nemendum og kennurum

  • Hlutverk skólans er að veita ungum sérfræðingum frá þróunarlöndum, sérhæfða þjálfun í rannsóknum og nýtingu jarðhita.
  • Skólinn er mikilvægur þáttur í þróunaraðstoð Íslendinga.
  • Á 40 ára starfsferli sínum, hefur skólinn útskrifað hátt í 700 nema. 
  • Kennarar koma frá ÍSOR, Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík, orkufyrirtækjum og verkfræðistofum, auk Orkustofnunar

Vefsíða Jarðhitaskólans.

Frá og með 1. janúar 2020, munu skólar Háskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi verða starfræktir undir nýju yfirheiti, þ.e. Þekkingarmiðstöð þróunarlanda (International Centre for Capacity Development). Skólarnir fjórir munu þar með ljúka samstarfi sínu við Háskóla Sameinuðu þjóðanna og bendir allt til að skólarnir munu koma til með að starfa undir regnhlíf Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) en samningaviðræður milli UNESCO og utanríkisráðuneytisins eru á lokastigi. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Utanríkisráðuneytisins.