Jarðhitaskólinn
Jarðhitaskólinn var rekinn á Orkustofnun frá upphafi fram til ársins 2021
- Hlutverk skólans er að veita ungum sérfræðingum frá þróunarlöndum, sérhæfða þjálfun í rannsóknum og nýtingu jarðhita.
- Skólinn er mikilvægur þáttur í þróunaraðstoð Íslendinga.
- Á yfir 40 ára starfsferli sínum, hefur skólinn útskrifað meira en 700 nema.
Þann 1. janúar 2020, tengdist Jarðhitaskólinn, ásamt Sjávarútvegs-, Landgræðslu- og Jafnréttisskólunum Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, í gegnum GRÓ - Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu Íslands (International Centre for Capacity Development) en það er ný miðstöð sem sett hefur verið á stofn.
Skólarnir fjórir voru áður undir hatti Háskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi en vegna áherslubreytinga innan hans var ákveðið að skólarnir myndu starfa undir regnhlíf UNESCO þess í stað.
Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Utanríkisráðuneytisins.