Útgefin Íslandskort

Útgefin kort

Kortasafn Orkustofnunar geymir auk korta frá eigin kortaútgáfu, eintök af öllum helstu kortaflokkum sem gefnir hafa verið út af Íslandi á vegum ýmissa innlendra og erlendra stofnana og fyrirtækja á liðnum áratugum.

Kortin hafa safnast upp í tímans rás vegna vinnslu ýmissa verkefna á stofnuninni, en voru lengi vel ekki formlega skráð sem eitt heildarsafn. Um er að ræða öll helstu staðfræðikort, gróðurkort, jarðfræðikort og sjókort svo eitthvað sé nefnt.

Þessi hluti kortasafnsins geymir á annað þúsund kort og fór skráning fram á árunum 2011 og 2012. Skráð var í Kortabrunn OS, en brunnurinn byggir á hugbúnaðarlausn sem hönnuð var upphaflega fyrir Landmælinga Íslands í samstarfi við Hugvit hf. Kortasafnið er staðsett á 3. hæð OS í Orkugarði og er ætlað til innanhússnota en kort í safninu eru ekki til útláns.