Kort í skýrslum

Kort í skýrslumOrkustofnun og forverar hennar hafa gefið út skýrslur af ýmsu tagi frá því á fyrrihluta 20. aldar, samtals yfir 3500 titla. Skýrslurnar hafa verið skráðar í Gegni og einnig skannaðar til að gera þær öllum aðgengilegar á rafrænu formi (pdf). Þá eru til hátt í 4000 greinargerðir OS sem einnig hafa verið skráðar í Gegni og skannaðar.

Margar þessara skýrslna og greinargerða geyma einhvers konar kort. Kortin eiga bæði uppruna sinn í Teikningasafni og Kortasafni OS, t.d. er fjöldi jarðkönnunarkorta þar.

Kortin geta verið annaðhvort í sama broti og skýrslurnar, brotin inn í skýrslur eða fylgt skýrslum. Með því að taka skýrslukortin fyrir og skrá þau, gæti orðið til gagnlegt yfirlit og ítarlegri upplýsingar fengjust um þau kort sem birst hafa í eða sem fylgigögn með skýrslum og greinargerðum OS. Veruleg skörun er talin vera á milli Teikningasafns OS og korta í skýrslum og greinargerðum og sama á við um hluta Jarðkönnunarkorta OS.