Kortasafn Orkustofnunar

Flokkar kortasafns

Kortaskápur hja OSKortasafn Orkustofnunar samanstendur annars vegar af kortum sem orðið hafa til í starfsemi stofnunarinnar og hjá forvera hennar Raforkumálaskrifstofunni og hins vegar af kortum sem aflað hefur verið frá ýmsum aðilum hér á landi og erlendis.

Kortasafnið skiptist í fjóra meginhluta:

 1. Orkugrunnkort, gefin út af Raforkumálaskrifstofunni og arftökum hennar (1958-1998); Orkustofnun, Landsvirkjun og Rarik
 2. Jarðkönnunarkort (jarðfræðikort og vatnafarskort), gerð á vegum Orkustofnunar, ÍSOR og Vatnamælinga (1972-2003)
 3. Kort í skýrslum og greinagerðum OS
 4. Útgefin Íslandskort annarra innlendra og erlendra stofnana og fyrirtækja

Leit í kortaskrá Orkustofnunar

Skráningu Orkugrunnkorta og Jarðkönnunarkorta í sérstakan gagnagrunn lauk á árinu 2011, en í skránni koma fram fjölmargir skráningarþættir sem tengjast kortunum. Með tengingu á gagnatöflum í gagnagrunni og staðsetningargögnum í landupplýsingakerfi voru síðan gerðar formskrár til birtingar í Orkuvefsjá. Í Kortasjá OS er nú opið aðgengi að upplýsingum um öll kortin í þessum flokkum og mögulegt að skoða reiti með svæðisþekjum og myndir af öllum kortunum.

Nokkur atriði úr skránni yfir Orkugrunnkort og Jarðkönnunarkort hafa nú verið gerð leitarbær á vefsíðu Orkustofnunar. Hægt að leita að upplýsingum um kortin eftir nokkrum leiðum:

 • Safnnúmer. Númer korts í Kortasafni OS. Safnnúmer birtast í fellilista þar sem hægt er að smella á númerið og fá fram mynd af kortinu í sérstökum glugga  (Dæmi: 1007).
 • Kortnúmer. Númer korts í kortaröð. Orkugrunnkort hafa alltaf númer en aðeins hluti Jarðkönnunarkorta (Dæmi um Orkugrunnkort: 3636-21).
 • Mælikvarði. Hægt er að leita að kortum eftir mælikvörðum og koma þeir fram í fellilista
 • Titill. Heiti korts, birtist í einhverjum tilfellum á vefsíðunni í styttri útgáfu. Orðaleit möguleg.
 • Kortaröð. Kortin eru úr tveimur kortaflokkum, annað hvort Orkugrunnkort - OGK (1958-1998) eða Jarðkönnunarkort – JKK (1972-2003)
 • Útgáfuár. Hér er fellilisti með útgáfuárum korta
 • Formgerð. Form kortsins má velja hér eftir fjórum mismunandi flokkum úr fellilista: filma/útprentað, ljósritað, prentað/útgefið og útprentað
 • Efnisflokkur. Hér er kortunum raðað eftir 16 efnisflokkum í fellilista. Aðeins er um eitt leitarorð að ræða fyrir hvert kort. Í mörgum tilfellum er um að ræða jarðfræðikort sem eru skráð eftir sértækari undirflokkum (Dæmi: berggrunnskort, jarðgrunnskort, jarðhitakort)
 • Ábyrgð. Ábyrgðaraðili flestra kortanna er Orkustofnun, en innan Orkugrunnkorta eru ábyrðgðaraðilar einnig Landsvirkjun og Rarik. Í flokki Jarðkönnunarkorta er Orkustofnun alltaf aðili að gerð kortsins, en ef fleiri koma að gerðinni er skráð OS o.fl. (Tekið skal fram að Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) urðu til árið 2003 og öll kortin sem hér um ræðir voru gerð fyrir þann tíma). Með því að smella á safnnúmer opnast skannað kort þar sem upplýsingar m.a. um alla ábyrgðaraðila og höfunda koma fram

Leitarniðurstöður sýna safnnúmer, kortnúmer, mælikvarða, titil, útgáfuár, kortaflokk, ábyrgð, formgerð og efnisflokk korta. Ef þörf er á nánari upplýsingum úr kortaskránni, vinsamlegast hafið samband við Orkustofnun - os@os.is 

Veggspjöld og greinar OS sem tengjast kortasöfnum og vefaðgengi kortagagna

Landshlutakort 1:25 000