Fréttir


Virkjunarleyfi fyrir Hólsvirkjun í Fnjóskadal

21.12.2022

Orkustofnun hefur veitt Arctic Hydro hf. virkjunarleyfi fyrir allt að 6,7 MW Hólsvirkjun í Fnjóskadal, Þingeyjarsveit.

Nálgast má virkjunarleyfið og fylgibréf leyfis á vef Orkustofnunar, sjá OS-2022-L023-01

Ákvarðanir Orkustofnunar er lúta að veitingu virkjunarleyfa sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sbr. 2. mgr. 37. gr. raforkulaga. Skal kæra borin fram innan eins mánaðar frá því kæranda varð kunnugt eða mátti vera kunnugt um ákvörðunina. Um aðild, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer samkvæmt lögum um úrskurðarnefndina, nr. 130/2011.