Verkefni á sviði endurnýjanlegrar orku í Rúmeníu
Skilafrestur á tilboðum í verkefni er varða jarðvarma, á sviði endurnýjanlegrar orku í Rúmeníu á vegum Uppbyggingarsjóðs EEA hefur verið framlengdur frá 14. mars til 7. maí 2019.
Á umliðnum mánuðum hafa utanríkisráðuneytið og Orkustofnun unnið að undirbúningi fyrir nýtt tímabil Uppbyggingarsjóðs EES 2014–2021 er varðar endurnýjanlega orku í samstarfi við sambærilegar stofnanir í Noregi, viðkomandi lönd í Austur- og Suður-Evrópu og Uppbyggingarsjóð EES í Brussel.
Meginmarkmið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka orkuöryggi viðkomandi landa, með því að auka notkun endurnýjanlegrar orku, með sérstakri áherslu á jarðvarma og vatnsafl.
Þann 3. des. sl. var haldinn kynningarfundur um orkuáætlunina í Rúmeníu hér á landi. Þegar hefur verið opnað fyrir tilboð í verkefni á sviði endurnýjanlegrar orku innan áætlunarinnar. Íslensk fyrirtæki hafa mikla möguleika á verkefnum á þessu sviði, ekki síst á sviði jarðvarma.
Sjá
nánar á vef Innovation Norway sem er umsjónaraðili áætlunarinnar í
Rúmeníu.
Sjá hér um kynningarfund sem haldinn var á Orkustofnun 3. des. sl. um áætlunina.
Frekari upplýsingar um áætlunina og önnur lönd innan hennar á vef Orkustofnunar.