Útboð verkefna á sviði jarðhita á vegum orkuáætlunar Uppbyggingarsjóðs EES í Búlgaríu
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til jarðhitaverkefna í orkuáætlun Uppbyggingarsjóðs EES í Búlgaríu, undir yfirskriftinni „Notkun jarðhita til hitunar eða kælingar í opinberum byggingum (e. BGENERGY-1.002- „Use of geothermal for heating & cooling in state or municipal buildings“).
Alls eru 3,4 milljónir evra til úthlutunar og er styrkhlutfall allt að 100%.
Markmið orkuáætlunarinnar í Búlgaríu er aukin framleiðsla endurnýjanlegrar orku og minnkun í losun á koltvísýringi. Þá er tvíhliða samstarf einnig mikilvægt markmið. Umsóknir með samstarfsaðila frá Íslandi eða Noregi gefa fleiri stig þegar þær eru metnar. Áhugasamir aðilar á Íslandi eru því hvattir til að kynna sér þetta tækifæri vel.
Upplýsingar um hvernig skuli sækja um er að finna hér á síðu búlgarska orkumálaráðuneytisins og með því að smella á „Application guidelines“ þá hleðst niður mappa með öllum skjölunum á ensku.
Umsóknarfrestur er til 10. september 2021
Frekari upplýsingar veitir María Guðmundsdóttir - mariag@os.is