Útboð á vegum Norrænna orkurannsókna – „Vetni, rafeldsneyti, CCU og CCS í norrænu samhengi – núverandi aðstæður, framtíðarþarfir og möguleikar"
Tilgangur rannsóknarinnar sem boðin er út, er að kortleggja aðstæður, tækifæri og áskoranir fyrir vetni, rafeldsneyti, kolefnistökunýtingu (CCU) og kolefnistökugeymslu (CCS) á Norðurlöndunum
Norðurlönd hafa metnaðarfull markmið um loftslagsmál og framtíðarsýn sem hægt er að ná með nýstárlegri tækni. Meðal þeirra eru aukin framleiðsla og notkun á hreinu vetni, rafeldsneyti auk CCU og CCS.
Völdum hópi verður boðið að
greina yfirsýn og stöðu þessarar tækni á Norðurlöndunum og meta styrkleika og
hugsanlega samvirkni.
Að lokum verða niðurstöðurnar
kynntar í ítarlegri skýrslu á ráðherrafundi í september 2021.
Í niðurstöðum
rannsóknarinnar mun koma fram hvernig Norðurlöndin geta haldið leiðandi
hlutverki í orku- og loftslagsumskiptum með tækniframförum.
Norrænar orkurannsóknir starfa sem samstarfsaðili fyrir hönd Norrænu
embættismannanefndarinnar um orkumál. Rannsóknin er undirbúin af dönsku orkustofnuninni
og sænsku orkustofnuninni í samstarfi við orkustofnanir allra Norðurlandanna.
Skilafrestur er 29. mars kl. 13.00 CET.
Hér er hægt að sjá allan texta útboðsins
Hér er hægt að senda inn tilboð í DOFFIN vefgáttinni
Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við:
Svend Søyland, ráðgjafa, svend. soyland@nordicenergy.org - sími: +47 47487930
Nicki C. Håkansson, ráðgjafa, nicki. hakansson@nordicenergy.org - sími: +47 94859850