Fréttir


Skýrsla um Smávirkjanaverkefni Orkustofnunar

8.2.2019

Í henni er farið yfir helstu áherslur ársins 2018 í smávirkjanaverkefni sem hefur það að markmiði að stuðla að aukinni raforkuframleiðslu á landsbyggðinni. 

Skýrsluna er að finna hér:  Smávirkjanaverkefnið– Verkefni ársins 2018 .  

Fyrsta verk ársins var að koma á fót upplýsingaveitu um verkefnið á vef stofnunarinnar á þessari  vefslóð .    

Vorið 2018 voru haldnir fundir á Akureyri og Blönduósi og um haustið var einnig haldinn fundur í Borgarfirði þar sem fjallað var um smávirkjanir.  Á árinu var byrjað að virkja sjóðandi lághita á Flúðum til raforkuframleiðslu og því var ákveðið að fylgjast með þeirri nýjung. Til þess að vekja athygli á möguleikum í þessa veru var þýddur hluti úr skýrslu sem ÍSOR hafði unnið á ensku fyrir Orkustofnun um sjóðandi lághita á Íslandi.

Búin var til vefgátt fyrir virkjunarhugmyndir þar sem hver sem er getur óskað eftir því að stofnunin stilli upp hugmynd á sambærilegan hátt og gert var fyrir kosti sem Orkustofnun lagði fram fyrir þriðja áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar.

Útreikningar á langæislínum voru einnig boðnir út og í lok sumars var undirritaður samningur þess efnis við verkfræðistofuna Vatnaskil sem var með lægsta tilboðið. Útreikningum var skilað í lok nóvember og skýrsla á grundvelli útreikninganna er væntanleg vorið 2019.

Um vorið hafði forsvarsmaður sýningarinnar Íslenskur landbúnaður 2018 samband og ákveðið var að kynna smávirkjanaverkefnið þar.

Á árinu voru einnig auglýstir styrkir vegna smávirkjanaverkefnis og voru tveir styrkir veittir um haustið