Fréttir


Uppbyggingarsjóður EES - endurnýjanleg orka, umhverfis- og loftslagsmál í Póllandi - kynningarfundur

19.6.2020

Kynningar- og samstarfsfundur á vefnum verður 25. júní, kl. 8:30–11:00, um nýja áætlun Uppbyggingarsjóðs EES um endurnýjanlega orku, umhverfis- og loftslagsmál í Póllandi.  

Áætlunin er einnig sú allra stærsta er varðar loftslags-, umhverfis- og orkumál á vegum Uppbyggingarsjóðsins en 140 milljónum evra verður varið til áætlunarinnar og auk þess mun Pólland leggja til sömu upphæð í formi lána og styrkja og heildarfjármagn verður því 280 milljónir evra eða um 40 milljarðar króna. Umfang verkefnanna getur þó verið mun meira eða allt að 65 milljarðar króna þar sem styrkir Uppbyggingarsjóðsins eru einungis hluti af heildarfjárhæð verkefnanna. Umtalsverð tækifæri eru á samstarfi á milli aðila á Íslandi og í Póllandi í tengslum við þessi verkefni

Á þessum kynningarfundi verður sérstaklega fjallað um eftirfarandi atriði:

  • Bætta orkunýtni í skólabyggingum.
  • Bætta orkunýtni í framleiðslu raforku og hita (cogeneration).
  • Uppbyggingu og endurnýjun hitaveitukerfa sveitarfélaga með endurnýjanlegri orku.
  • Aukna nýtingu á jarðhita.
  • Aukna skilvirkni orkuvinnslu í litlum vatnsaflsvirkjunum.

Þar sem ekki hefur verið hægt að hafa þennan kynningarfund í Póllandi vegna Covid-19, verður hann haldinn á vefnum, þar sem verkefnið verður kynnt nánar og fyrirtæki fá tækifæri til að kynna sig.

Fyrirtæki þurfa að skrá sig á fundinn og senda inn kynningar í power point til umsjónaraðila í Póllandi – sjá nánari upplýsingar hér í kynningarbréfi frá Póllandi. 

Mikil tækifæri geta verið fyrir fyrirtæki frá Íslandi í þessu samstarfi.

Hér má sjá kynningar fyrirtækja frá fundinum .

Sjá einnig fyrri fréttir frá Orkustofnun um þessi verkefni og útboð í Póllandi.