Fréttir


Uppbyggingar- og þjálfunarverkefni í jarðhita á milli Íslands og Póllands, á vegum Uppbyggingarsjóðs EES, kynnt í Póllandi

15.3.2021

Uppbyggingar- og þjálfunarverkefni í jarðhita var opnað formlega 9. febrúar 2021 í Póllandi. Það er eitt þriggja fyrirfram skilgreindra verkefna sem fjármögnuð eru af umhverfis-, orku- og loftslagsáætlun Póllands 2014-2021, sem fjármögnuð er af Uppbyggingarsjóði EES.   

Verkefnið

Samstarfsaðilar verkefnisins eru Mineral and Energy Economy Research Institute of the Polish Academy of Sciences (MEERI PAS), sem leiðir verkefnið í samstarfi við Orkustofnun á Íslandi, en báðar þessar stofnanir eru í forystu í löndunum á sviði rannsókna og notkunar á jarðhita. Verkefnið nær frá október 2020 til apríl 2024.

Markmið verkefnisins er að byggja upp þekkingu helstu hagsmunaaðila í Póllandi á sviði nýtingar jarðhita og auðlindastjórnunar, með áherslu á húshitun með endurnýjanlegum orkugjöfum sem dregur úr loftslagsbreytingum.  

Áhersla verður á eftirfarandi atriði:

• að auka þekkingu lykilhagsmunaaðila í Póllandi varðandi bestu nýtingu jarðhita og auðlindastjórnun, með áherslu á kolefnisfría hitun húsa,

• að efla uppbyggingu og þekkingu, byggða á langri reynslu af jarðhita á Íslandi. Þetta verður gert á grunni aðferða sem skilað hafa góðum árangri í tækni, stjórnun, fjármögnun og stuðningi opinberra aðila.

• að auka orkuöryggi, þróa hitaveitukerfi með litla losun gróðurhúsalofttegunda, að auka félagsleg og efnahagsleg tækifæri með því að auka notkun hreinnar orku og lækka hitunarkostnað. Markmið verkefnisins er einnig að draga úr mengun og losun koltvísýrings sem mikilvægt er í baráttunni við loftslagsbreytingar.

Helstu áherslur verkefnisins eru þekkingaruppbygging, þjálfun í Póllandi, námsheimsóknir til Íslands, rannsóknarheimsóknir sérfræðinga til valdra byggðarlaga í Póllandi sem hafa jarðhita. Skýrsla verður gerð um tækifæri þessara staða og miðlað verður upplýsingum og þekkingu um verkefnið og Uppbyggingarsjóðinn.

Verkefninu er ætlað að ná til fulltrúa í stjórnsýslu á ýmsum stigum, sveitarstjórna, rekstraraðila, fjárfesta, við uppbyggingu hitaveitna, aðila innan stuðningsverkefna stjórnvalda, jarðfræðistofnana, rannsóknarstofnana, þjónustuaðila, ráðgjafa og annarra aðila sem tengjast jarðhitageiranum.

Verkefnið mun stuðla að þróun og uppbyggingu á jarðhita í Póllandi. Það mun aðstoða við mögulegar fjárfestingar og uppbyggingu sem hefur verið gerð þökk sé nokkrum stuðningsáætlunum ríkisins sem settar voru af stað frá 2016. Fjármögnun verkefnisins er um 900 000 evrur.

Opnunarráðstefna - verkefnið og útboð jarðhitaverkefna á vegum EES

Haldinn var opinn netviðburður þegar verkefnið var kynnt og sóttu hann yfir 70 manns, þar á meðal margir fulltrúar verkefna sveitarfélaga, rekstraraðila og fjárfesta hitaveitna, rétthafar stuðningsáætlana um jarðhita ríkisins, starfsmanna jarðfræðikönnunarinnar, vísinda- og rannsóknastofnana og annarra einstaklinga úr geiranum. Einnig voru fulltrúar aðila frá Íslandi sem höfðu áhuga á samstarfi við pólska samstarfsaðila, auk fulltrúa Noregs.

Opnun verkefnisins var heiðruð af eftirfarandi fyrirlesurum: María Erla Marelsdóttir, sendiherra Íslands í Póllandi, Gerard Pokruszyński sendiherra Póllands á Íslandi, Adam Guibourgé-Czetwertyński, aðstoðar-umhverfisráðherra loftslags- og umhverfisráðuneytis, Artur Sz. Michalski, varaforseti Landsjóðs um umhverfisvernd og vatnsbúskap, Piotr Bogusz,  aðstoðarframkvæmdastjóri loftslags- og umhverfisráðuneytisins, Edyta Kuźmińska og Maria Cholewińska frá Landsjóði umhverfisverndar og vatnsbúskapar.

Frá MEERI PAS voru fyrirlesarar Krzysztof Galos, forstjóri og Beata Kępińska, verkefnisstjóri verkefnisins og frá Orkustofnun Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri og Baldur Pétursson, verkefnisstjóri verkefnisins.

Í athugasemdum frá fyrirlesurum lögðu þeir áherslu á mikilvægi verkefnisins, sérstaklega í ljósi þeirrar aðgerða sem eru á dagskrá í Póllandi vegna þróunar umhverfisvæns jarðhita. Þeir bentu á að verkefnið gefi tækifæri til að nýta þekkingu og reynslu Íslands og efla samvinnu á sviði jarðhita milli landanna.

Í ræðu sinni benti Adam Guibourgé-Czetwertyński, aðstoðarráðherra í loftslags- og umhverfisráðuneytinu, á að Pólland standi frammi fyrir áskoruninni hvað varðar breytta orkunotkun. Þess vegna stefnir landið að því að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa til að bæta loftgæði og jarðhiti getur leikið stórt hlutverk í þessu ferli.

Artur Sz. Michalski, varaforseti Landsjóðs um umhverfisvernd og vatnsbúskap, lagði áherslu á að hreint loft væri lykilatriði fyrir Pólland og að það gæti passað við önnur lönd hvað þetta varðar. Þessu verður meðal annars þjónað með því að nota jarðhita til upphitunar og verkefnið mun styðja við frumkvæði á þessu sviði.

Sendiherra Íslands, María Erla Marelsdóttir, sagði að verkefnið muni vera mjög gagnlegt bæði hvað varðar þekkingaröflun og jarðhitafjárfestingar til framtíðar í Póllandi. Það er hluti af þeim ráðstöfunum sem gerðar eru til að draga úr loftslagsbreytingum. Dæmið um Ísland sýnir mikilvægi jarðhita að þessu leyti, þökk sé því að landið hefur dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Sendiherrann benti einnig á margra ára góð samskipti Íslands og Póllands og mikilvægi Uppbyggingarsjóðs EES við að efla tengslin við Pólland, einnig á sviði jarðhita.

Sendiherra Póllands, Gerard Parazynski, sagði að Ísland væri leiðandi í heiminum í notkun jarðhita sem væri umhverfisvænn og áreiðanlegur orkugjafi. Það er ein af máttarstólpunum í efnahagsþróun, miklum lífsgæðum og góðum innviðum samfélagsins. Verkefnið mun hjálpa til við að flytja þessa reynslu og árangur til Póllands og jarðhiti ætti að vera eitt meginsvið pólsk-íslenskrar samvinnu.

Krzyztof Galos forstjóri hjá MEERI PAS og orkumálastjóri Guðni A. Jóhannesson hjá Orkustofnun kynntu stofnanir sínar, jarðhitastarfsemi og reynslu.

Síðast en ekki síst kynntu Beata Kępińska, verkefnastjóri, MEERI PAS og Baldur Pétursson, verkefnastjóri, frá Orkustofnun verkefnið, helstu áherslur þess og tækifæri ýmissa aðila til að taka þátt í námskeiðum og heimsóknum á vegum verkefnisins.

Að mati margra þátttakenda viðburðarins er verkefnið mikilvægt tækifæri, m.a. fyrir hagsmunaaðila sem eru að hefja verkefni með jarðhita og leita að tækifærum til að öðlast nauðsynlega þekkingu á þessu sviði. Þess vegna lýstu þeir yfir áhuga á fyrirhugaðri starfsemi, einkum námskeiðum og námsheimsóknum.

Dagskrá, ræður og kynningar má sjá hér.             

Styttri kynningarbækling  verkefnisins má sjá hér og þann lengri hér.

Nánari upplýsingar varðandi verkefnið er hægt að nálgast frá:

  • Beata Kępińska, verkefnastjóri, MEERI PAS, netfang: bkepinska@interia.pl
  • Aleksandra Kasztelewicz, MEERI PAS, Póllandi (vefsíða verkefnisins er í vinnslu)
  • Baldur Pétursson, verkefnastjóri, NEA hlið, netfang: baldur.petursson@os.is   


Vefsíða verkefnisins:   https://keygeothermal.pl/en/