Tvö störf laus hjá Orkustofnun
Laus eru til umsóknar starf aðalbókara og starf sérfræðings/verkefnisstjóra við starfsstöð stofnunarinnar á Akureyri
Helstu verkefni og starfssvið sérfræðings/verkefnisstjóra
Umsjón og rekstur Orkusjóðs, greiningar og ráðgjöf vegna nýrra orkulausna, ráðgjöf við stjórnvöld og greiningar vegna aðgerða á svið orkuskipta og loftslagsmála og hvers kyns gagnavinnsla og -greining svo dæmi séu tekin.
Nánari upplýsingar um starfið og hæfniskröfur er að finna á starfatorgi.
Helstu verkefni aðalbókara
Dagleg umsjón bókhalds, afstemmingar (banka, viðskipta og virðisauka), frágangur reikninga, innheimta, uppgjör, uUmsjón með launavinnslu og viðverubókhaldi.
Nánari upplýsingar um starfið og hæfniskröfur er að finna á starfatorgi.
Nánari upplýsingar veitir Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri, sími 5696000, netfang gudni.a.johannesson@os.is
Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf berist á netfang os@os.is eða til Orkustofnunar, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík, eigi síðar en 18. júní 2020.