Smávirkjunarkostir í Eyjafirði, Snæfellsnesi, Álftafirði og Bjarnarfirði - mat á langæislínum sem unnin var fyrir Orkustofnun
Orkustofnunin fól Vatnaskilum í kjölfar útboðs, að gera skýrslu með útreikningum á langæislínum rennslis fyrir valda smávirkjunarkosti í Eyjafirði, Snæfellsnesi og Vestfjörðum, en slíkt er undirstaða fyrir mat stofnunarinnar á afli og orkugetu virkjanakosta á svæðinu.
Flestir smávirkjanakostanna sem til skoðunar eru, hafa þegar verið teknir til frumúttektar, en þessi skýrsla er hluti af vinnu í tenglsum við Smávirkjanaverkefni Orkustofnunar.
Til grundvallar myndunar langæislínanna eru lagðar
langtímarennslisraðir úr vatnafarslíkönum Vatnaskila sem byggja á 60 ára
veðurröð úr WRF lofthjúpslíkani Reiknistofu í Veðurfræði.