Fréttir


Smávirkjanaverkefni Orkustofnunar vakti mikla athygli á sýningunni Íslenskur landbúnaður 2018

16.10.2018

Um hundrað þúsund gestir komu í heimsókn á sýninguna Íslenskur landbúnaður 2018 sem haldin var í Laugardalshöll um helgina 12. – 14 október. 

Verkefnið er í samræmi við áherslur ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, um að stuðla að aukinni raforkuframleiðslu á landsbyggðinni. Verkefnið er til komið vegna alvarlegrar stöðu í raforkuöryggismálum landsins, þar sem erfiðlega gengur að byggja upp flutningskerfið og raforkuskortur er farinn að segja til sín. 

Unnið er að því að safna saman gagnlegum upplýsingum um þessi mál og miðla þeim með kynningum á vef Orkustofnunar. Stofnunin býður upp á að stilla upp frumhugmynd að vatnsaflsvirkjun ef eftir því er óskað og auk þess veitir stofnunin styrki til meistaraprófsverkefna sem stutt geta við þekkingu varðandi smávirkjanir. Orkustofnun kynnti smávirkjanaverkefni stofnunarinnar á sýningunni, en auk þessa kynntu  Landssamband raforkubænda sitt starf á sviði smávirkjana á sama sýningarbás og fyrirtækið Varmaorka sem sérhæfir sig í nýtingu á sjóðandi lághita til raforkuframleiðslu.

Á sýningunni kom fram mikill áhugi á upplýsingum um smávirkjanaverkefni Orkustofnunar og  hvar gagnlegar upplýsingar væri að finna. Víða um land eru aðstæður sem gefa kost á virkjun vatnsfalla eða jarðvarma til raforkuframleiðslu.

Á annað hundrað manns skráði sig á tölvupóstlista smávirkjanaverkefnisins og munu þeir aðilar fá fregnir af því þegar nýjar upplýsingar koma inn á vef stofnunarinnar varðandi verkefnið.

Mikil aðsókn var einnig að kynningum um smávirkjanir og fullur salur af fólki fylgdist með erindunum. Erindin eru nú  aðgengileg á vef Orkustofnunar.   

 Erindin sem um ræðir eru:  

 Á vef stofnunarinnar má finna margvíslegar gagnlegar upplýsingar og verður safnað í sarpinn á meðan verkefnið hefur fjármagn til þess. Ný skýrsla um borholur er komin á vefinn sem sjá má hér auk þess sem unnið er að framsetningu á hugmyndum að ýmsum virkjunarkostum í vatnsafli.

 Þeir sem eru með hugmynd að vatnsaflsvirkjun geta óskað eftir því að Orkustofnun meti lágmarksrennsli fyrir virkjunina og stilli upp hugmynd að henni. Leiðbeiningar um hvernig slík umsókn er send inn um gátt stofnunarinnar er að finna á þessari vefslóð.