Fréttir


Raforkuspá 2018-2050 - endurreikningur út frá nýjum gögnum

6.9.2018

Raforkuhópur orkuspárnefndar hefur gefið út endurreikning á spá frá 2015 út frá nýjum gögnum og breyttum forsendum undir heitinu Raforkuspá 2018-2050.

Áætluð notkun til lengri tíma litið er heldur meiri nú en spánni frá 2015, sérstaklega notkun orkufreks iðnaðar (úttekt frá flutningskerfinu) enda er eins og í fyrri spám einungis tekið tillit til samninga sem gerðir hafa verið um slíka orkusölu þegar spáin er gerð. Samkvæmt þessari spá mun afhending frá dreifikerfinu aukast um 8% fram til 2020 og um 80% alls til 2050 og eru dreifitöp meðtalin. Árleg aukning þessarar notkunar er 1,8% að meðaltali næstu 33 árin og eykst notkun um 2.815 GWh í orku og 464 MW í afli yfir spátímabilið, frá árinu 2017 til ársins 2050.

Nánari gögn:  Fréttatilkynning Raforkuhóps orkuspánefnar .    Raforkuspá 2018 - 2050