Fréttir


Raforkunotkun ársins 2018

11.4.2019

Um helmingur af aukinni raforkuvinnslu fór til gagnavera

Út er komin greinargerð Raforkuhóps Orkuspárnefndar um raforkunotkun ársins 2018.

Árið 2018 nam raforkuvinnsla á landinu samtals 19.830 GWh og jókst um 591 GWh eða um 3,1% frá fyrra ári. Aukningin er álíka mikil og öll raforkunotkun á Suðurlandi. Notkun fædd frá flutningskerfinu (stórnotkun) nam 15.260 GWh á árinu 2018 og jókst um 2,6% frá fyrra ári. Almenn notkun (forgangs- og skerðanleg orka) jókst um 4,4% og nam 4.172 GWh. Töp við flutning orkunnar frá virkjunum til almenningsveitna og stórnotenda voru 398 GWh og jukust um 6,7%. 

Greinargerðina í heild er hægt að lesa hér.