Fréttir


Raforkueftirlit Orkustofnunar hefur fjallað um fyrirhugaða gjaldskrárbreytingu Landsnets

11.12.2020

Raforkueftirlit Orkustofnunar hefur fjallað um og farið yfir fyrirhugaða gjaldskrárbreytingu Landsnets sem áætlað er að taki gildi þann 1. janúar nk.

Í 1. mgr. 12. gr. a. í raforkulögum kemur fram að gjaldskrá flutningsfyrirtækisins skuli sett í samræmi við tekjumörk. Hún gildir þá annars vegar fyrir úttekt dreifiveitna og hins vegar fyrir úttekt stórnotenda.

Til þess að raforkueftirlit Orkustofnunar geti lagt mat á það hvort framlögð gjaldskrá sé í samræmi við tekjumörk er nauðsynlegt að meta hvaða áhrif fyrirhugaðar breytingar á gjaldskrá geti haft á niðurstöðu uppgjörs tekjumarka sbr. 7. mgr. 12. gr. raforkulaga.  Þ.e. hvort fyrirhugaðar breytingar leiði til þess að við uppgjör tekjumarka fari uppsafnaðar ofteknar tekjur yfir 10%.

Raforkueftirlit Orkustofnunar hefur nú farið yfir þau gögn og forsendur sem Landsnet hefur sett fram og við yfirferð þeirra hefur ekki komið í ljós að þessi breyting leiði til þess að uppgjör tekjumarka ársins 2021 brjóti í bága við 7. mgr. 12. gr. raforkulaga.


Að teknu tilliti til þess sem fram hefur komið gerir eftirlitið ekki athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á gjaldskrá er varða stórnotendur og dreifiveitur.

Einnig hefur eftirlitið farið yfir gögn frá Landsneti er varðar breytingar á gjaldskrá vegna kerfisþjónustu og flutningstapa og gerir ekki athugasemdir við þær breytingar

Sjá erindi raforkueftirlits Orkustofnunar til Landsnets um málið,  dags. 10. desember 2020 .

Frekar upplýsingar um setningu og uppgjör tekjumarka má nálgast hér .