Fréttir


Orkustofnun veitir tvo styrki til Meistaraprófs (MSc.) vegna rannsókna á sviði smávirkjana til raforkuframleiðslu

24.9.2018

Markmið styrkveitinganna er að auka aðgengilegar og gagnlegar rannsóknir fyrir þá sem hyggjast nýta landgæði til framleiðslu raforku í byggðum landsins. 

Styrkirnir eru veittir í þeim tilgangi að fjölga verkefnum og rannsóknum á sviði smávirkjana, sem eru til þess fallin að stuðla að auknu raforkuframboði og raforkuöryggi út um land og  gefa landeigendum kost á að nýta betur landgæði.

Auglýst var eftir umsóknum um styrki í vor og rann umsóknarfrestur út þann 15. september sl. Aðeins bárust tvær umsóknir og var ákveðið að veita báðum umsækjendum styrk að upphæð 500.000 krónur þar sem verkefnin þóttu bæði áhugaverð og gagnleg.

Styrkina hlutu:  

Hrafnhildur Jónsdóttir, vegna verkefnisins Áhrif lögbundinna reglna og kvaða sem sett eru á smávirkjanir í undirbúningsferlinu.

Christian Patrick DiBari vegna verkefnisins Orkuöryggi á norðlægum slóðum, Rannsókn á endurnýjanlegri orku í Grímsey.  Verkefnið verður unnið á ensku með heitinu Energy security in the Arctic: A Case Study of Renewable Energy on Grímsey Island.  

Orkumálastjóri Dr. Guðni A. Jóhannesson afhenti styrkina fyrir hönd Orkustofnunar. 

Mynd af afhendingu í prentgæðum.