Fréttir


Orkustofnun úthlutar styrkjum vegna rannsókna á sviði smávirkjana

7.5.2018

Orkustofnun mun á þessu ári veita tvo styrki allt að 500.000 kr. vegna rannsókna eða námsverkefna til Meistaraprófs (MSc.) á sviði smávirkjana til raforkuframleiðslu. 

Markmið með styrkveitingunni er að stuðla að aðgengilegu efni fyrir þá sem hyggjast nýta landgæði til framleiðslu raforku í byggðum landsins.

Styrkirnir standa til boða öllum sem stunda rannsóknir á meistarastigi svo fremi sem verkefnin styðja við smávirkjanaverkefni Orkustofnunar.

Viðfangsefni geta til dæmis tengst, litlum jarðvarmavirkjunum, áhrif dreifðrar raforkuframleiðslu á flutnings- og dreifikerfi raforku, áhrif á orkuöryggi, þróun raforkuverðs og áhrif á arðsemi smærri virkjana, líkan fyrir kostnað við uppbyggingu og rekstur á smærri virkjunum, áhrif upprunavottorða á  aukna uppbyggingu smávirkjana, hvernig er hægt að stuðla að aukinni virkni raforkumarkaðar og þannig mætti lengi telja.

Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublað er að finna á vef Orkustofnunnar á vefslóðinni:

https://orkustofnun.is/raforka/smavirkjanir/styrkveitingar/