Fréttir


Orkustofnun hefur tekið ákvörðun um val á söluaðila til þrautavara

27.5.2020

Orkustofnun hefur tekið ákvörðun um val á söluaðila til þrautavara í samræmi við reglugerð nr. 1150/2019 . Samkvæmt reglugerðinni sett var af atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra í desember 2019 er hlutverk Orkustofnunar að velja söluaðila til þrautavara eftir leiðbeinandi reglum sem stofnunin setur. Skulu þessar leiðbeinandi reglur taka mið af lægsta meðalverði til ákveðins tíma, samkvæmt nánari útfærslu Orkustofnunar. 

Komi upp þær aðstæður að almennur notandi hefur ekki gert raforkusölusamning eins og ber að gera samkvæmt reglugerðinni, en er engu að síður með virka neysluveitu, ber dreifiveitu að setja hann í viðskipti við það sölufyrirtæki sem Orkustofnun hefur valið til að vera söluaðila til þrautavara.

Hér má finna leiðbeiningar stofnunarinnar um val á sölufyrirtæki til þrautavara:

Hér má finna ákvörðun Orkustofnunar frá 25. maí 2020.