Fréttir


Orkustofnun gefur út borholureglur

29.10.2019

Reglur þessar lúta að skráningu, hönnun og frágangi borholna, sem og skil á upplýsingum til Orkustofnunar. Tekið er tillit til umsagna sem stofnuninni bárust í tveimur umsagnarferlum um þær haustið 2018 og vorið 2019.

Fyrstu drög að borholureglum til umsagnar voru sendar út 5. júlí 2018 - sjá frétt. Endurskoðuð drög að borholureglum voru send til umsagnar 30. janúar 2019 – sjá frétt.

Markmið reglnanna er að að skilgreina aðferðir og skyldur við skráningu, hönnun, tilkynningu, borun og frágang á borholum. Er það von Orkustofnunar að með því megi auka öryggi m.a. almennings í nágrenni borholna.

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um reglurnar skal hafa samband við Orkustofnun á netfangið os@os.is eða með skriflegum hætti til stofnunarinnar.

Sjá reglurnar og tiheyrandi fylgiskjöl hér að neðan :

Reglur um skráningu, hönnun og frágang borhola og skil á upplýsingum um borholur til Orkustofnunar - OS-2019-R01-01