Orkuskipti í samgöngum - hraðhleðslustöðvar
Orkusjóður hefur úthlutað styrkjum til uppsetningar á 150kw hraðhleðslustöðvum víðsvegar um land.
Um er að ræða 43 150kw stöðvar og eina 50kw stöð á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal en aðstæður þar leyfa ekki öflugri stöð. Heildarupphæð þessara styrkja nemur 226.8 m.kr.
Seinnihluta október 2019 var tilkynnt um úthlutun styrkja að upphæð 30.3 m.kr. til uppsetningar á hleðslustöðvum við hótel og gististaði víða um land.
Samtals hefur því verið úthlutað styrkjum að upphæð 257.1 m.kr. Styrkirnir nema 50% af áætluðum kostnaði við uppsetningu stöðvanna. Því er ljóst að á næstunni verður unnið að uppsetningu hleðslustöðva fyrir rafbíla fyrir rúman hálfan milljarð króna.
Verkefnið er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og uppbyggingu innviða vegna orkuskipta í samgöngum.
Hér að neðan má sjá yfirlit yfir styrkþega og staðsetningu hleðslustöðvanna.
Staðsetningar stöðvanna eru merktar með rauðu 150kw og gulu 50kw á meðfylgjandi korti.