Orkuskipti í samgöngum
Orkusjóður úthlutar styrkjum til uppsetningar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla við hótel- og gististaði
Orkusjóður hefur
úthlutað styrkjum til uppsetningar hleðslustöðva við hótel og gististaði víða
um land, þar sem hægt verður að hlaða ríflega 110 rafbíla á hverjum tíma.
Verkefnið er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og uppbyggingu innviða vegna orkuskipta í samgöngum.
Hér að neðan má sjá yfirlit yfir styrkþega og staðsetningu hleðslustöðvanna. Staðsetningar stöðvanna eru merktar með grænu á meðfylgjandi korti. Stærstu styrkþegarnir fengu úthlutað til margra stöðva, sjá staðsetningu stöðva Orku náttúrunnar ohf. hér - og staðsetningu stöðva Farfugla ses. hér.
Úthlutun styrkja til uppsetningar hleðslustöðva við gististaði um land allt |
||
Umsækjandi | Nánari upplýsingar | Upphæð styrks |
Aurora Vacation Homes sf. | Við Fögruvík, skammt norðan Akureyrar | 263,000 |
Bær hf. / Hotel Klaustur | Kirkjubæjarklaustur | 816,742 |
Bjarni Guðráðsson | Nes í Reykholtsdal í Borgarfirði | 384,950 |
Blábjörg ehf. | Borgarfjörður eystri | 1,349,396 |
Búbíl ehf. | Bíldudalur | 260,000 |
CJA gisting - Aðalsteinn Már Þorsteinsson | Hjalli í Reykjadal S-Þing | 750,000 |
Dísarbyggð ehf. | Þórdísarstaðir í Eyrarsveit | 440,000 |
Efstidalur 2 | Bláskógarbyggð (801 Selfoss) | 1,000,000 |
Farfuglar ses. | Farfuglaheimilin a og b | 2,700,000 |
Ferðaþjónustan Óseyri ehf. | Stöðvarfjörður | 309,450 |
Fljótsdalshreppur | Hengifoss gistihús-Fljótsdalur Austurl. | 900,000 |
Frost og Funi | Hótel við Hveragerði | 214,750 |
Havarí ehf. | Karlsstaðir í Berufirði | 440,000 |
Holt Inn ehf. | Önundarfjörður | 197,181 |
Hótel Berg - Gistiver ehf. | Keflavík | 589,900 |
Hótel Búðir | Snæfellsnes | 640,000 |
Húnavatnshreppur | Húnavellir (541 Blönduós) | 1,509,500 |
Kirkjumálasjóður | Skálholt í Biskupstungum | 800,000 |
Landbúnaðarháskóli Íslands | Hvanneyri í Borgarfirði | 650,000 |
MyGroup ehf. | Ásbrú í Reykjanesbæ (Keilisbraut 762) | 665,000 |
Orka náttúrunnar | Icelandair og Fosshótel víða um land. | 13,500,000 |
Skeiða og Gnúpverjahreppur | Brautarholt og Árnes í Skeiða og Gnúpverjahreppi | 1,380,000 |
Stefán Tryggvason v/ Hótel Natur | Svalbarðsströnd Eyjafirði | 150,000 |
Vogur Sveitasetur Heyá ehf. | Búðardalur | 410,000 |
Samtals úthlutað | 30,319,869 |