Fréttir


Orkuskipti í samgöngum

24.10.2019

Orkusjóður úthlutar styrkjum til uppsetningar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla við hótel- og gististaði

Orkusjóður hefur úthlutað styrkjum til uppsetningar hleðslustöðva við hótel og gististaði víða um land, þar sem hægt verður að hlaða ríflega 110 rafbíla á hverjum tíma.

Verkefnið er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og uppbyggingu innviða vegna orkuskipta í samgöngum.


Hér að neðan má sjá yfirlit yfir styrkþega og staðsetningu hleðslustöðvanna. Staðsetningar stöðvanna eru merktar með grænu á meðfylgjandi korti.  Stærstu styrkþegarnir fengu úthlutað til margra stöðva, sjá staðsetningu stöðva Orku náttúrunnar ohf. hér -  og staðsetningu stöðva Farfugla ses. hér. 

Úthlutun styrkja til uppsetningar hleðslustöðva við gististaði um land allt

Umsækjandi Nánari upplýsingar Upphæð
styrks
Aurora Vacation Homes sf. Við Fögruvík, skammt norðan Akureyrar 263,000
Bær hf. / Hotel Klaustur Kirkjubæjarklaustur 816,742
Bjarni Guðráðsson Nes í Reykholtsdal í Borgarfirði 384,950
Blábjörg ehf. Borgarfjörður eystri 1,349,396
Búbíl ehf. Bíldudalur 260,000
CJA gisting - Aðalsteinn Már Þorsteinsson Hjalli í Reykjadal S-Þing 750,000
Dísarbyggð ehf. Þórdísarstaðir í Eyrarsveit 440,000
Efstidalur 2 Bláskógarbyggð (801 Selfoss) 1,000,000
Farfuglar ses. Farfuglaheimilin a og b 2,700,000
Ferðaþjónustan Óseyri ehf. Stöðvarfjörður 309,450
Fljótsdalshreppur Hengifoss gistihús-Fljótsdalur Austurl. 900,000
Frost og Funi Hótel við Hveragerði 214,750
Havarí ehf. Karlsstaðir í Berufirði 440,000
Holt Inn ehf. Önundarfjörður 197,181
Hótel Berg - Gistiver ehf. Keflavík 589,900
Hótel Búðir Snæfellsnes 640,000
Húnavatnshreppur Húnavellir (541 Blönduós) 1,509,500
Kirkjumálasjóður Skálholt í Biskupstungum 800,000
Landbúnaðarháskóli Íslands Hvanneyri í Borgarfirði 650,000
MyGroup ehf. Ásbrú í Reykjanesbæ (Keilisbraut 762) 665,000
Orka náttúrunnar Icelandair og Fosshótel víða um land. 13,500,000
Skeiða og Gnúpverjahreppur Brautarholt og Árnes í Skeiða og Gnúpverjahreppi 1,380,000
Stefán Tryggvason v/ Hótel Natur Svalbarðsströnd Eyjafirði 150,000
Vogur Sveitasetur Heyá ehf. Búðardalur 410,000
Samtals úthlutað 30,319,869