Fréttir


Orkusjóður verkefnin 2022 - örfyrirlestrar

12.10.2022

Upptöku af fyrirlestrum um verkefni Orkusjóðs á Nauthól þriðjudaginn 25. október má finna hér

Okrusjodur-2-Græna orkan og Orkustofnun kynna nokkur verkefni Orkusjóðs á Nauthól, Nauthólsvegi 106, Reykjavík, þriðjudaginn 25. október kl. 13-15.

Úthlutun styrkja árið 2022 var sú mesta frá upphafi og endurspeglar aukinn kraft stjórnvalda til orkuskipta. Verkefnin eru afar fjölbreytt og misstór og eru unnin í mismunandi starfsgreinum. 

Ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála setur fundinn. Kaffi verður á boðstólum og spjall mögulegt eftir að öllum kynningum er lokið. Þau sem vilja mæta á staðinn verða að skrá sig en einnig má horfa á kynninguna í streymi.

Skráning fer fram hér .

Sjá upptöku af fyrirlestrunum : Orkusjóður - Verkefnin 2022