Orkusjóður auglýsir styrki til uppbyggingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla
Tilkynnt var í dag um ráðstöfun 450 milljóna króna vegna orkuskipta í samgöngum á árunum 2019-2020 en samkvæmt fjármálaáætlun er áætlað að verja 1,5 milljarði króna til orkuskipta á fimm ára tímabili.
Á þessu ári verður úthlutað 250 milljónum króna í tvenns konar styrki.
Orkusjóður auglýsir styrki til uppbyggingar á hraðhleðslustöðvum fyrir rafbíla.
Orkusjóður auglýsir styrki til uppbyggingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla við gististaði.
Umsóknarfrestur um báðar tegundir styrkja er til 15. ágúst 2019.
Umsýsla Orkusjóðs er í höndum Jakobs Björnssonar á Akureyrarsetri Orkustofnunar, sem veitir nánari upplýsingar.
Orkusjóður Akureyrarsetur Orkustofnunar
Rangárvöllum
603 Akureyri
sími: 569 6083 / 894 4280
netfang: jbj@os.is