Fréttir


Orkusjóður auglýsir styrki til orkuskipta 2020

14.9.2020

Um er að ræða innviða- og verkefnastyrki vegna áherslu stjórnvalda um orkuskipti og nýtingu endurnýjanlegrar orku. Heildarfjárhæð til úthlutunar er 180 m.kr. 

Um er að ræða þrenns konar styrki :

  1.   Innviðastyrkir fyrir vistvæn ökutæki (s.s. heimsendingaþjónusta, bílaleigur, leigubílar og annar rekstur). 
  2.   Innviðastyrkir fyrir vistvæn ökutæki við opinbera staði  (s.s. hleðslustöðvar við sundlaugar, heilsugæslur, skóla,                 hafnir/flugvelli, heimahjúkrun, félagaþjónustu, vaktbíla).
  3.   Verkefnastyrkir fyrir rekstur í haftengdri starfsemi (s.s. fiskeldi, ferðaþjónusta, smábátar).

Umsóknarfrestur er til 20. október 2020.  Sjá nánari upplýsingar í  auglýsingu.

Umsóknir sendist í gegnum þjónustugátt Orkustofnunar

Nánari upplýsingar fást hjá  Orkusjóði - Rangárvöllum, 603 Akureyri, sími: 693 9172,  rka@os.is