Fréttir


Orkusjóður auglýsir sérstaka styrki 2018

19.3.2018

Umsóknarfrestur til 18. apríl 2018

Ráðgjafarnefnd Orkusjóðs ákvað að styrkveitingar Orkusjóðs 2018 yrðu samkvæmt b) lið 7.gr. reglugerðar nr. 185/2016 um Orkusjóð þ.e. „styrkir til verkefna sem leiði til lægri kostnaðar við óniðurgreidda rafkyndingu húsnæðis og mannvirkja í eigu sveitarfélaga.“  

Um er að ræða fjárfestingarstyrki, sem hæst geta numið 50% af áætluðum  kostnaði einstakra  verkefna, þó að hámarki 5 m.kr.

Umsóknarfrestur er til 18. apríl 2018.   Sjá nánari upplýsingar í auglýsingu.

Umsóknir sendist í gegnum þjónustugátt Orkustofnunar.