Nýr forstöðumaður Jarðhitaskólans
Staða forstöðumanns Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna var auglýst laus til umsóknar 22. júlí síðastliðinn og umsóknarfrestur rann út þann 2. september.
Alls bárust átta umsóknir um stöðuna og var Guðni Axelsson
jarðeðlisfræðingur ráðinn til starfsins. Sérstök valnefnd var skipuð til að fjalla um umsækjendur.
Fráfarandi forstöðumaður Lúðvík S. Georgsson, hefur gegnt stöðunni frá árinu 2013 og gegnir hann henni út árið.
Frá og með 1. janúar 2020, munu skólar Háskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi verða starfræktir undir nýju yfirheiti, þ.e. Þekkingarmiðstöð þróunarlanda (International Centre for Capacity Development). Skólarnir fjórir munu þar með ljúka samstarfi sínu við Háskóla Sameinuðu þjóðanna og bendir allt til að skólarnir munu koma til með að starfa undir regnhlíf Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) en samningaviðræður milli UNESCO og utanríkisráðuneytisins eru á lokastigi. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Utanríkisráðuneytisins .