Fréttir


Ný útboð verkefna á sviði jarðhita og vatnsaflsvirkjana á vegum Uppbyggingarsjóðs EES í Póllandi - tækifæri á samstarfi pólskra og íslenskra fyrirtækja

22.5.2020

Ný áætlun Uppbyggingarsjóðs EES um endurnýjanlega orku, umhverfis- og loftslagsmál var kynnt á ráðstefnu í Varsjá í Póllandi 3. mars, en eitt af helstu markmiðum áætlunarinnar er að að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum í viðkomandi löndum. 

Stuðningur samkvæmt áætluninni beinist að áherslum og verkefnum sem miða að því að bæta loftgæði og umhverfi, þróa hitaveitu- og raforkukerfi og bæta orkunýtni með endurnýjanlegri orku. Áhersla verður lögð á að auka framleiðslu með endurnýjanlegum orkugjöfum, s.s. jarðvarma og litlum vatnsaflsvirkjunum, og unnið verður að mótvægisaðgerðum vegna loftslagsbreytinga og verndun vistkerfa.

Áætlunin felur í sér stuðning á þremur meginsviðum:

  •  Endurnýjanleg orka, orkunýtni, orkuöryggi
  •  Mótvægisaðgerðir og aðlögun vegna loftslagsbreytinga
  • Verkefni er varða umhverfi og vistkerfi
  • Einnig verður áhersla á tilraunaverkefni er varða hringhagkerfi og notkun lífmassa í orkumálum.


Núna eru tvö útboð auglýst er varðar jarðhita og litlar vatnsaflsvirkjanir.  

Jarðhiti

Meginmarkmið útboðsins er að fjármagna verkefni á sviði endurnýjanlegrar orku, orkunýtni og orkuöryggis. Verkefnin eiga að auka notkun endurnýjanlegra orkugjafa með byggingu kerfa fyrir „djúpan“ jarðhita á stöðum þar sem staðfest hefur verið tilvist og notkun jarðhita til upphitunar húsa m.a. með borun á rannsóknarholum. Framkvæmd verkefnanna eiga að leiða til minni losunar á CO2 og auka hagkvæmni. Nánari upplýsingar um útboðið má sjá hér og hér.

Litlar vatnsaflsvirkjanir

Meginmarkmið útboðsins sem ætlað er að fjármagna verkefni á sviði endurnýjanlegrar orku, orkunýtni og orkuöryggis, er að auka skilvirkni orkuframleiðslu frá endurnýjanlegum orkugjöfum og draga úr hugsanlegum skaðlegum umhverfisáhrifum núverandi lítilla vatnsaflsvirkjanir (allt að 2MW) með endurnýjun.

Framkvæmd verkefnisins á að leiða til minni losunar á CO2 og auka hagkvæmni. Verkefninu er einnig ætlað að auka fræðslustarfsemi sem miðar að því að þjálfa fagfólk á sviði vatnsaflsvirkjana.

Nánari upplýsingar um útboðið má sjá hér og hér

Áður hafa verið auglýst átta útboð verkefna á sviði loftslags-, umhverfis- og orkumála

Nánari upplýsingar um þau átta útboð sem áður hafa verið kynnt á ráðstefnu í Póllandi 3. mars sl. og varða sérstaklega loftslags- og umhverfis- og orkumál má sjá hér. Einnig hefur verið framlengdur frestur til að skila inn tilboðum í þau verkefni, sjá nánar hér.

Einnig má sjá hér nánari upplýsingar um ráðstefnu um þessi verkefni sem haldin var í Varsjá í Póllandi 3. mars sl,