Fréttir


Verkefnisstjóri kynningarmála á Orkustofnun

8.8.2011

Orkustofnun auglýsir laust starf verkefnisstjóra kynningarmála

Verkefnisstjóri kynningarmála á Orkustofnun

Orkustofnun óskar eftir að ráða verkefnisstjóra kynningarmála.

Helstu verkefni:

 • Umsjón með kynningarmálum stofnunarinnar.
 • Umsjón með og ritstjórn innri og ytri vefsíðu.
 • Umsjón með innlendum og erlendum samstarfsverkefnum í samráði við orkumálstjóra.
 • Miðlun frétta og annars efnis til fjölmiðla og almennings.
 • Miðlun tölulegra upplýsinga um orkumál
 • Umsjón og gæðaeftirlit með allri útgáfustarfsemi.
 • Umsjón og tengiliður vegna viðburða og kynninga.
 • Samskipti við auglýsinga- og prentstofur.

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði.
 • Almenn tölvukunnátta: Ritvinnsla, myndvinnsla og gagnavinnsla.
 • Reynsla af vefumsjón er skilyrði.
 • Reynsla af kynningarmálum er æskileg
 • Þekking og reynsla á sviði orkumála og auðlindanýtingar er æskileg
 • Reynsla í umbrots- og myndvinnslu er æskileg
 • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli er skilyrði og æskilegt að umsækjandi hafi vald á einu norðurlandamáli.
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum og góð samskiptahæfni.

 

Viðkomandi vinnur náið með orkumálastjóra og öðrum stjórnendum stofnunarinnar.

Kynning á orkumálum þjóðarinnar er vaxandi þáttur í starfsemi Orkustofnunar.

Gefnir eru út bæklingar og fréttabréf, auk þess sem vefsíðan er mikilvægur þáttur í kynningarmálum. Einnig stendur stofnunin fyrir ráðstefnum.

Laun greiðast samkvæmt samningum fjármálaráðuneytis við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðni A. Jóhannesson, sími 569-6000, netfang gudni.a.johannesson@os.is.

Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist starfsmannastjóra

Orkustofnunar, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík, eða á netfang gd@os.is, eigi síðar en 22. ágúst 2011.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

 

Orkumálastjóri