Fréttir


Orkumál á Vestur-Norðurlöndum

11.6.2004

Dagana 9. og 10. júní var haldinn fundur í Reykjavík um orkumál á Vestur-Norðurlöndum, þ.e. á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum.

Rætt var um stöðu í orkumálum hvers lands og  voru orkumálastjóri, Þorkell Helgason, og Valgarður Stefánsson, deildarstjóri Auðlindadeildar OS, meðal frummælenda.

Á fundinum var m.a. rætt um möguleika í jarðhitanýtingu, vindorku og sjávarfallaorku. Einnig fengu fundarmenn kynningu á Norræna verkefninu; Veður og orka, sem starfsmenn Vatnamælinga Orkustofnunar og Veðurstofunnar hafa verið í forsvari fyrir.