Fréttir


Starfsmenn Orkustofnunar sækja námskeið um stjórnsýslu- og upplýsingalög

27.5.2004

Þann 26. maí var haldið stjórnsýslunámskeið fyrir starfsmenn Orkustofnunar.

Starfsmenn umboðsmanns Alþingis leiðbeindu á námskeiðinu. Farið var yfir helstu þætti stjórnsýslu- og upplýsingalaga, svo sem atriði er varða málshraða, jafnræðisreglu, upplýsingaskyldu, leiðbeiningarskyldu, og rétt til aðgangs að upplýsingum.  
Verkefni á sviði stjórnsýslu hafa aukist undanfarið hjá Orkustofnun og því er áríðandi að starfsfólk hafi innsýn í þau lög sem helst þarf að fara eftir við afgreiðslu mála.

25 starfsmenn sóttu námskeiðið sem þótti takast vel.