Fréttir


Sendiherra Filippseyja í heimsókn á Orkustofnun

21.5.2004

Nýlega tók til starfa nýr sendiherra Filippseyja á Íslandi, með aðsetur í London. Herra Edgardo Espiritu afhenti trúnaðarbréf sitt forseta Íslands á Bessastöðum þann 18. maí sl.

Þann sama dag kom sendiherrann og fylgdarlið hans í heimsókn á Orkustofnun. Sendiherrann ræddi við orkumálastjóra og forstöðumann Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna um hugsanlegt samstarf Íslands og Filippseyja á sviði jarðhitamála.

Filippseyingar eru framarlega á sviði jarðhitanýtingar og væri það efalítið báðum þjóðunum í hag að geta haft með sér samstarf og samskipti varðandi rannsóknir og nýtingu jarðhita.