Fréttir


Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna hefur sitt 26. starfsár

21.5.2004

Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna var settur í 26. skipti mánudaginn 3. maí. Alls eru 18 nemendur í hefðbundnu 6 mánaða námi og koma þeir frá 8 þjóðlöndum.

Skipting á námsbrautir er þannig að 5 nemendur verða í umhverfisfræði, 4 í forðafræði, 4 í jarðhitaverkfræði, 3 í efnafræði og 2 í jarðfræði.  Í apríl útskrifuðust tveir af nemendum skólans með meistaragráðu frá Háskóla Íslands, John Lagat í borholujarðfræði og Gabriel Wetangula í umhverfisfræði.  Nú eru þrír nemendur við meistaranám í Háskóla Íslands á vegum Jarðhitaskólans, í 2 í umhverfisfræði og 1 í verkfræði,

Meðfylgjandi mynd sýnir nýja nemendur Jarðhitaskólans:

frett_21052004

Aftari röð frá vinstri:  Akalewold Seifu F. (Eþíópíu), Boldbaatar Burentsagaan (Mongólíu), Ermias Yohannes B. (Erítreu), Hossein Yousefi-Sahzabi (Íran), Lei Haiyan (Kína), Pacifica A.O. Ochieng (Kenýa), Saaid Jaalili-Nasrabadi (Íran), Mohammed Omer I. (Erítreu), Godwin M. Mwawongo (Kenýa), Mulugeta Asaye A. (Eþíópíu).
Fremri röð:  Erdenesaikhan Ganbat (Mongólíu), Xu Wei (Kína), Luo Heng (Kína), Li Junfeng (Kína), George A. Tchelnokov (Rússlandi), Agus A. Zuhro (Indónesíu), Moeljanto (Indónesíu), P. Hendrick H. Siregar (Indónesíu).