Fréttir


Gagnavefsjá Orkustofnunar tekin í notkun

26.3.2004

Gagnavefsjáin var smíðuð til að auðvelda almenningi aðgang að gögnum Orkustofnunar um auðlindir og náttúru Íslands. Nálgast má upplýsingar um vatnshæðarmælakerfi Vatnamælinga, rennslismælistaði og aðrar upplýsingar tengdar fall- og stöðuvötnum.  Einnig ýmis gögn tengdum jarðhita, s.s. jarðhitasvæði landsins, borholur og aldursskiptingu jarðlaga.

Á Gagnavefsjánni er veittur aðgangur að þeim gögnum um orkulindir, orkubúskap, orkunotkun og aðrar rannsóknir um náttúrufar landsins sem Orkustofnun hefur aflað fyrir almanna fé. Einnig er veittur aðgangur að gögnum sem stofnunin hefur aflað fyrir verkkaupa sem hafa gefið samþykki sitt til birtingar.