Fréttir


Orka Íslands komin út á ensku undir titlinum Energy in Iceland

10.3.2004

Á haustmánuðum kom út kynningarritið Orka Íslands: Upplýsingarit um orkumál. Eins og nafnið gefur til kynna er fjallað um orkumál landsins almennt, uppruna orkunnar, hve mikið er notað af henni o.s.frv.

Energyiniceland_2003

Það kom fljótt á daginn að mikill áhugi var fyrir efni ritsins og bárust fyrirspurnir um enska þýðingu. Nú hefur ritið verið þýtt á ensku og er komið út undir heitinu Energy in Iceland: Historical Perspective, present status, future outlook. Aðalhöfundar texta eru Árni Ragnarsson og Þorkell Helgason.

Eintök má nálgast á bókasafni Orkustofnunar og á pdf-formi.