Fréttir


Húsþing um Svein Pálsson náttúrufræðing

17.2.2004

Miðvikudaginn 18. febrúar kl. 13:15 standa Hið íslenska bókmenntafélag, Jöklarannsóknafélag Íslands, Félag um átjándu aldar fræði og Jarðfræðafélag Íslands fyrir Húsþingi í Norræna húsinu um Svein Pálsson náttúrufræðing. Tilefnið er útkoma bókarinnar Icelandic Ice Mountains sem er Jöklarit Sveins á ensku.

Fyrirlestra flytja:

  • Ágúst H. Bjarnason grasafræðingur
  • Helgi Björnsson jarðeðlisfræðingur
  • Karl Skírnisson dýrafræðingur
  • Lýður Björnsson sagnfræðingur
  • Oddur Sigurðsson jarðfræðingur
  • Richard S. Williams, Jr. jarðfræðingur
  • Sigurður Steinþórsson jarðfræðingur
  • Steinunn Inga Óttarsdóttir bókmenntafræðingur

Jöklarit Sveins verður til sölu á þinginu.

Sveinbjörn Björnsson stjórnar þinginu. Öllum er frjáls aðgangur meðan húsrúm leyfir.