Orkustofnun aðili að samtökum Evrópskra eftirlitsstofnana fyrir orkumál
Helstu stefnumál samtakanna eru:
- Að hvetja til þróunar í nýtingu og samkeppni á innri mörkuðum fyrir raforku og gas í Evrópu með viðeigandi aðgerðum.
- Að koma á samstarfi milli aðila til að ná fram aukinni samkeppni á innri markaði fyrir raforku og gas í Evrópu þar sem gegnsæi kostnaðar er tryggt og koma í veg fyrir mismunun.
- Að koma á samstarfi milli aðila og upplýsingaflæði til að afla sérfræðiþekkingar sem miðla má til stofnana Evrópusambandsins og sérstaklega til Evrópuráðsins, en ennfremur til fulltrúa alþjóðastofnana á öðrum sviðum sem tengjast orkumálum.
- Að styrkja og styðja við rannsóknir er lúta að þekkingu laga og samkeppnissviði orkumála.
- Að tryggja að samræmdri greiningu og sérfræðiþekkingu sé komið til stofnana og aðila strax á stefnumótunarstigi.
- Að skapa ramma fyrir skoðanaskipti um eftirlitsmál og reynslu aðila.
- Að afla nauðsynlegra upplýsinga fyrir þróun eftirlitsþátta á sviði raforku- og gasmála.
- Að þróa samræmda stefnu gagnvart alþjóðlegum orkufyrirtækjum sem starfa í eða geta haft áhrif á þjónustufyrirtæki sem vinna eftir mismunandi lögum.
- Að hvetja til þjálfunar starfsmanna.
- Að leggja rækt við samskipti við viðlíka stofnanir utan Evrópusambandsins.
- Að vinna sameiginlega að samræmdri stefnu, þar sem það á við, hjá öllum aðilum í samræmi við samþykktir.
Sjá einnig bréf frá CEER um inntöku Orkustofnunar í samtökin.