Fréttir


Ritið Orkumál nr. 52 fyrir árið 1999 er komið út

10.2.2004

Ritið Orkumál hefur að geyma tölulegar upplýsingar um íslensk orkumál. Það hefti sem er nú komið út er nr. 52  og sýnir tölur um raforkuvinnslu, raforkusölu, raforkuverð, flutningskerfi raforku, hitaveitur, eldsneyti og frumorku frá árinu 1999.

Orkumál var gefið út reglulega af raforkumálastjóra og síðar Orkustofnun á árunum 1959-1985, en eftir það lá útgáfan niðri í allmörg ár. Þráðurinn var tekinn upp aftur fyrir fáum árum og nú hafa komið út Orkumál fyrir árin 1994-1999. Áformað er að í kjölfar þessa heftis komi út Orkumál fyrir árin 2000-2002. Eftir það er þess vænst að ritið komi út árlega með efni frá árinu á undan. Ætlunin er að gera árunum 1983-93 skil í sérstakri útgáfu, en efni þessara árganga verður áhjákvæmilega misítarlegt.

Hægt er að nálgast Orkumál á bókasafni Orkustofnunar og kostar eintakið kr. 1000. Einnig er það til á pdf formi.